Mynd fengin frá hinni netvæddu Reykjavíkurborg nútímans |
Löggæsla á Íslandi var að stærstum hluta á könnu sveitarfélaganna fram yfir 1970 en hugmyndir um varalögreglu fóru að láta á sér kræla í vaxandi stéttaóróa í íslenskum þéttbýlisstöðum á 3. áratugnum; fast aukalið vopnaðra lögreglumanna á vegum ríkisins sem gæti lagt bæjarlögreglunni lið þegar með þyrfti. Varalögregla var stofnuð með nýju lögreglufrumvarpi árið 1933, í kjölfar Gúttóslagsins, en var stuttlifað fyrirbæri í lagalegum skilningi; hún var lögð niður þegar stjórn hinna vinnandi stétta tók við stjórnartaumunum 1934.