![]() |
Aðalbygging háskólans í Bristol ber þarna við himininn. |
Í heimi fjölgyðistrúarbragða er nefnilega engin þörf á svona skilgreiningum; þeir sem aðhylltust grísk/rómverskan sið höfðu ekkert orð yfir sig sjálfa til að aðgreina sig útfrá trúarbrögðum. Þeir skilgreindu sig útfrá stétt, útfrá tungumáli, útfrá fæðingarstað, en það var ekki fyrr en hin útilokandi eingyðistrú kristni sótti svona í sig veðrið sem þessi ákveðna við-og-þeir-skipting varð til.
Það er til dæmis lýsandi að þegar forni sagnfræðingurinn Heródótos talar um Egypta og Skýþa á fimmtu öld f. Kr. þá orðar hann það sem svo að þeir dýrki Seif og Aþenu og Díónýsos - þeir kalli þessa guði bara öðrum nöfnum. Aldrei myndu kristnir höfundar sætta sig við þá lýsingu að Grikkir tignuðu Guð þegar þeir tignuðu Seif - það væri bara annað nafn á sama hlut (eins og ýmsir "heiðingjar" héldu síðar fram í varnarritum fyrir hinn hefðbundna sið).
Sömuleiðis þróaðist á síðfornöld hugmyndin um skiptingu heimsins í hið veraldlega og hið trúarlega (the sacred and the secular). Í heimi fjölgyðistrúarbragða er þessi skipting ekki til, það er ekki einu sinni hægt að ímynda sér hana. Guðirnir eru allstaðar og allt athæfi mannsins er guðunum viðkomandi. Það er fyrst þegar Kristur finnur upp á þeirri stórkostlegu pólitísku lausn að gjalda Keisaranum það sem Keisarans er og Guði það sem Guðs er (Lúkas 20:25) sem þessi hugmynd fer að mótast - Guð býr í sálu mannsins og í kirkjunni en veraldlegt vald er aðskilinn heimur.
Fyrirfram hafði ég einhvernveginn ímyndað mér að hugtakið heiðni væri eldra en hugtakið kristni og að hugtakið trúarlegt væri eldra en hugtakið veraldlegt. En það er eins með þessi hugtök og samkynhneigð og gagnkynhneigð - gagnkynhneigð er nefnilega yngra hugtak, búið til sérstaklega til þess að lýsa öllum sem ekki eru samkynhneigðir. Hugmyndin um samkynhneigð kallaði á nýtt hugtak til að lýsa því normi sem fyrirfram taldist óþarfi að hafa orð á. Þvert á það sem maður myndi kannski halda (sé maður jafn vitlaus og ég!)
Þetta verður vonandi bara fyrsti pistill af mörgum um uppgötvanir við Bristol-háskóla. Einn daginn munu þeir vonandi koma út sem leðurbundin bók undir nafninu The Bristol Epiphanies.
Hvernig var þetta í Postulasögunum í Skarðsbók? Mig minnir að í Páls sögu hafi ákallið í Postulasögunni 19:28 verið þýtt sem "Máttug er Iðunn í Epheso" eða einhvern veginn þannig.
ReplyDeleteSömuleiðis segir Tacitus að Germanir dýrki Merkúr umfram aðra. Hann á þá sennilega við Óðin.
ReplyDeleteTalandi um Óðin, ætli það hafi ekki verið einhver germönsk þjóðabrot eða þjóðir sem höfðu annan skilning á tignarröð guðanna? Er ekki þetta panþeon sem við þekkjum frá Snorra ekki mestmegnis hans uppfinning út frá grísk-rómverskum fyrirmyndum?
Líkindin í goðafræði Snorra við forn-gríska goðafræði er vissulega of mikil til að geta verið nein tilviljun. En ég þori ekki að segja hvernig það skeði, þar þyrfti miðaldafræðing til!
DeleteAnnars skilst mér að til ævaforna í germanskri heiðni hafi Týr verið aðalguðinn - orðið Týr ku vera samstofna við Júpíter (Dios-pater) og Seif (Zeus/Dios).