Friday, March 14, 2014

Þriðja föstudagslag: Hin margumsungna paradís

Ég held mér sé óhætt að fullyrða að hinir tónelsku Smjörfjallspennar hafi fáa listamenn í jafn miklum metum og Stevie Wonder. Sumarið 2012 hörkuðum við af okkur ríflega tveggja klukkutíma langa tónleika með aftúrkreistíngnum Bryan Adams og uppskárum í kjölfarið enn lengri tónleika með Stevie, þar sem hann ekki bara lék öll sín bestu lög af fádæma spilagleði heldur jós lífsvisku og ástarjátningum yfir áhorfendur.

Það var svona mikið stuð á Rock in Rio í júní 2012.
Meistarinn fæddist í Michigan árið 1950 og hóf tónlistarferil sinn aðeins ellefu ára gamall. Um tvítugt byrjaði hann að raða inn hverri snilldarplötunni á eftir annarri, þar á meðal Songs in the Key of Life sem kom út árið 1976. Af þeirri plötu er fengið föstudagslag Smjörfjallsins í dag, Pastime Paradise.


Í texta lagsins gagnrýnir Stevie hugmyndafræðilegt ástand samtímans:

They've been spending most their lives 
Living in a pastime paradise 
They've been wasting most their lives 
Glorifying days long gone behind 
They've been wasting most their days 
In remembrance of ignorance oldest praise 

Tell me who of them will come to be 
How many of them are you and me 
Dissipation 
Race relations
Consolation 
Segregation 
Dispensation 
Isolation 
Exploitation 
Mutilation 
Mutations 
Miscreation 
Confirmation.......to the evils of the world

Þetta grípandi lag hefur verið hljóðritað þó nokkrum sinnum af öðrum listamönnum. Frægust er sennilega Íslandsvinkonan Patti Smith með ansi svala útgáfu:

 

Nýlegt, hresst kover á hip hop og brassbandið Youngblood Brass Band frá Wisconsin:


En sennilega þekkja flestir hið grípandi bít úr einhverju eftirminnilegasta lagi 10. áratugarins, svanasöng rapparans Coolio, Gangsta´s Paradise:


Eins og ráða má af tónlistarmyndbandinu hljómaði Gangsta´s Paradise fyrst árið 1995 í kvikmyndinni Dangerous Minds, en þar kennir Michelle Pfeiffer krökkunum úr gettóinu að meta Dylan Thomas (hann höfðar einnig sterkt til hvítra millistéttarbarna).

Hvað Coolio varðar hefur hann ekki farið með himinskautum síðan þetta var en tekið þátt í nokkrum raunveruleikasjónvarpsþáttum, sem gengu út á allt frá eldamennsku til makaskipta. Með Gangsta´s Paradise varð hann þó ýmsum öðrum sérkennilegum listamönnum innblástur, til dæmis Weird Al Yankovic, sem strax árið 1996 gaf lagið út með frumsömdum texta um paradís Amishmannsins:


Uppi á Íslandi létu Halli og Laddi ekki sitt eftir liggja. Á plötunni Strumpastuð, sem kom út árið 1996 og inniheldur strumpaðar útgáfur af lögum á borð við Macarena (Strumpamakarena), Stayin´ Alive (Strump með mér) og Saturday Night með Whigfield (Draumastrumpur), var að sjálfsögðu einnig að finna hafnfirska útgáfu á Strumpaparadís:

No comments:

Post a Comment