Tuesday, July 9, 2013

Hvernig vinna skal skýþverskt hryssusmjör

Ég þakka Eiríki Gauta stjörnukommentara Smjörfjallsins fyrir þá ábendingu að eftirfarandi kafli úr Rannsóknum forn-gríska sagnfræðingsins Heródótosar ætti sannarlega heima á síðunni - hann hefur allt: Blindun þræla, uppblásin kynfæri og síðast en ekki síst - smjör! Hér er fróðleiksmoli um hina fjarlægu Skýþaþjóð, sem bjuggu þar sem nú er Úkraína og S-Rússland:

Þetta er léttáfengur hryssumjólkurdrykkur að nafni
Kúmys sem er drukkinn á steppum Mið-Asíu.
4.2. En Skýþar blinda alla þræla sína vegna mjólkurinnar sem þeir drekka [væntanlega til að koma í veg fyrir að þrælarnir steli mjólkinni], og þeir fá hana á þennan hátt. Þeir taka hol bein sem líkjast mest flautum, setja þau inn í kynfæri hryssanna og blása í þær með munninum, á meðan aðrir mjólka. Þeir segjast gera þetta af þessari ástæðu: Æðar hryssurnar blási upp og fyllist og júgrin sígi þá niður. Þegar þeir hafa mjólkað, þá hella þeir mjólkinni í hol viðargímöld, raða blindum þrælunum upp í kring um þau og [láta þá] hrista mjólkina. Þeim þykir það sem situr efst vera verðmætast [þ.e. smjörið], en það sem liggur undir [þ.e. áfirnar] öllu síðra hinu. Vegna þessa blinda Skýþar alla sem þeir grípa höndum. Því þeir eru ekki bændur heldur hirðingjar.

3 comments:

  1. Þetta er by the way ekki eini vindgangurinn í fornaldarmerum, því að ekki minni náttúrufræðingur en Virgill segir frá því að þær geti orðið fylfullar af vindinum einum ("mirabile dictu").

    Og ekki lýgur hann.

    ReplyDelete
  2. Aha! Heilagur andi sefur aðallega hjá hryssum, heyri ég. Þetta með Maríu mey hefur verið undantekningartilfelli.

    ReplyDelete