Smjörfjall sögunnar vekur athygli á útvarpsþáttaröðinni Sagan í munnlegri geymd sem flutt verður á Rás 1 í október og nóvember. Þættirnir eru gerðir af meistaranemum í sagnfræði við Háskóla Íslands, þar á meðal undirritaðri, en þar vinnum við með hljóðritað efni sem til er á Miðstöð munnlegrar sögu.
Fyrsti þátturinn er á dagskrá í kvöld kl. 20:30 og ég gef honum mín bestu meðmæli, enda er hann eftir mig. Hann ber yfirskriftina Múlka og stúlkurnar í Reykjavík og er byggður á frásögnum Önnu Klemensdóttur í Laufási af bæjarlífinu í Reykjavík um og upp úr aldamótunum 1900. Ýmislegt kemur þar við sögu, til dæmis úthlutun verðmætra byggingarlóða við Tjarnargötuna, danskir konungar, skemmtiferðir í Öskjuhlíðina og síðast en ekki síst rússneska stúlkan Múlka sem setti svip sinn á lífið í Reykjavík árið 1913.
Hér er listi yfir þættina:
7. október
Kristín Svava Tómasdóttir: Múlka og stúlkurnar í Reykjavík
14. október
Jón Páll Björnsson: Sjósókn frá Landeyjasandi
21. október
Sigurður Högni Sigurðsson: Ris og hnignun íslensks skipasmíðaiðnaðar
28. október
Jón Páll Björnsson: Sjóslys við Vestmannaeyjar 1950
4. nóvember
Stefán Svavarsson: Uppvaxtarár í Kópavogi
11. nóvember
Sigurður Högni Sigurðsson: RARIK og rafvæðing Íslands
18. nóvember
Kristín Svava Tómasdóttir: Örbylgjuofninn kemur til Íslands
Hér verður svo aðgengileg frekari lýsing á hverjum þætti eftir því sem fram vindur.
No comments:
Post a Comment