Friday, June 27, 2014

Ammæli

Smjörfjall sögunnar hefur verið á frekar rólegri siglingu undanfarið, enda ýmis lokkandi fyrirbæri á sveimi, svo sem lokaritgerðir, vinna og sumar. Það breytir því ekki að Smjörfjallið átti árs afmæli fyrir viku síðan, þann 20. júní. Eins árs og einnar viku afmæli bloggsíðunnar verður nú fagnað á viðeigandi hátt, með afmælisþemalagafærslu par excellence.

Eitt krúttlegasta afmælislag sem við munum eftir er úr þætti allra þátta, The Simpsons, nánar tiltekið þættinum Stark Raving Dad úr þriðju seríu, sem vísar mjög til kvikmyndarinnar One Flew Over the Cuckoo´s Nest. Homer er lagður inn á geðsjúkrahús, þar sem einn af samsjúklingum hans er maður sem heldur að hann sé Michael Jackson. Það er að sjálfsögðu Michael Jackson sjálfur sem talar fyrir karakterinn, og síðar í þættinum taka þeir Bart höndum saman um að búa til afmælislag handa Lisu. Þessi útgáfa er ekki í sérlega góðum gæðum en maður verður eiginlega að sjá atriðið með:


Hjartaknúsarinn Neil Sedaka hefur hins vegar sungið afmælislag sem er jafn lúmskt krípí og lagið hennar Lisu er krúttlegt. Þótt Smjörfjallið sé ekki orðið sextán getum við öll tekið undir með mr. Sedaka:

What happened to that funny face?
My little tomboy now wears satin and lace
I can't believe my eyes, you're just a teenage dream
Happy birthday sweet sixteen!



En æ, nei, ætli afmælisbarnið Smjörfjallið vilji ekki frekar þræða orma upp á bönd, geyma köngulær í vasanum, mála þungar bækur og líma þær saman...


Árið 1981 samdi hinn mikli vinur Smjörfjallsins, Stevie Wonder, afmælislag handa öðrum miklu manni, Martin Luther King, en Stevie og fleiri börðust fyrir því að afmælisdagur King væri gerður að lögbundnum frídegi í Bandaríkjunum. Það tókst stuttu síðar, þótt það sé reyndar ekki alltaf sjálfur fæðingardagur King, 15. janúar, sem haldið er upp á, heldur þriðji mánudagurinn í janúar.


Einn frægasti afmælissöngur bandarískrar sögu er sennilega þegar Marilyn Monroe söng svo seiðandi fyrir John F. Kennedy á 45 ára afmælinu hans árið 1962.


Tilfinningum Smjörfjallsins á þessum tímamótum er þó best lýst með lagi sem er ekki beinlínis afmælissöngur:

No comments:

Post a Comment