Nú stendur yfir forvitnilegur fornleifauppgröftur á Gufuskálum á Snæfellsnesi, en þar er verið að grafa upp gamla verbúð og leita minja sem tengdar eru sjósókn á staðnum. Þessir hressu fornleifafræðingar halda úti Facebooksíðu þar sem hægt er að fylgjast með uppgreftrinum: Gufuskálar Archaeology. Samkvæmt fréttum Skessuhorns er áhugasömum ferðamönnum á Snæfellsnesi líka velkomið að skoða uppgröftinn meðan fornleifafræðingarnir eru að störfum, milli átta og fimm. Fullkomið roadtrip frá Reykjavík!
Meðfylgjandi mynd er tekin af Zach Zorich og fylgir þessari grein um uppgröftinn á heimasíðu Fornleifafræðistofnunar Bandaríkjanna.
No comments:
Post a Comment