Fyrstu færslur mínar á þessu nýja bloggi bera margar keim af sumarlegum lífsstíl mínum, tíðum ferðalögum, myndatökum og safnaheimsóknum síðustu vikur. Nýlega dvaldi ég nokkra daga í hollensku borginni Utrecht, og skoðaði þar eitt af þessum gríðarlega sérhæfðu söfnum sem fá mann til að öðlast alveg nýja sýn á fyrirbæri sem maður hefur aldrei pælt í áður. Ég vona að þarna úti séu einhverjir sem hafa burðast með það allt sitt líf að hafa meiri áhuga á sögu og virkni spilverks en eðlilegt getur talist, og að þeir muni á einhverjum ánægjulegum tímapunkti uppgötva hið umfangsmikla og ítarlega Museum Speelklok í Utrecht, sem helgað er hvers kyns sjálfspilandi tækni.
|
Sjálfspilandi trompet
|
|
Fyrir fátæka söfnuði fyrr á öldum var oft ódýrara
að kaupa sjálfspilandi orgel en að ráða lifandi orgelleikara |
|
Krípí fiðluspilandi kanína, stolt hvers broddborgara |
|
Safnið er í gamalli kirkju |
Spilverkssafnið er tæknivætt safn eins og viðeigandi er og heldur úti eigin Youtube-síðu.
Hér má til dæmis sjá eitt spilverkið af safninu skemmta gestum og gangandi með yndisfögrum tónum í miðbæ Utrecht.
No comments:
Post a Comment