Samkvæmt því gamalkunnuga viðhorfi til þýskrar sögu sem birtist í bókinni er árásargirnin Þjóðverjum í blóð borin, sem arfur frá Prússum. Eftir fyrri heimsstyrjöldina sýndu Bretar og bandamenn þeirra hinum sigruðu Þjóðverjum of mikla linkind, en sú mistök megi ekki gera aftur; ef Þjóðverjar fái tækifæri til séu þeir vísir til að stofna til þriðju heimsstyrjaldarinnar. Því er í leiðbeiningunum lögð mikil áhersla á að bresku hermennirnir verði að vera á verði gagnvart Þjóðverjum: „There will be no brutality about a British occupation, but neither will there be softness or sentimentality.“ (6) Stefna Breta á þessum tíma var að banna samgang - eða fraternization - breskra hermanna við Þjóðverja.
![]() |
Berlín í júlí 1945 |